Grænn og vænn Vinnuskóli Kópavogs

Uppskeruhátíð Vinnuskóla Kópavogs var haldin á Kópavogstúni í júlí þar sem um það bil 1.300 ungmenni Vinnuskólans var boðið að koma saman og fagna góðum árangri í starfi.

Landvernd afhenti Oliver Sigurjónssyni, umhverfisfulltrúa Vinnuskólans, Grænfánann í áttunda sinn að viðstöddum starfsmönnum og nemendum skólans. Vinnuskólinn fékk viðurkenningu fyrir góða frammi-stöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fyrir að leggja sitt af mörkum til þess að efla og bæta umhverfismál innan skólans og í nærsamfélaginu.

Oliver Sigurjónsson (t.h.), verkstjóri í Vinnuskóla Kópavogs tók við viðurkenningarskjali sem var afhent af Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni, stjórnarmanni í Landvernd

Á uppskeruhátíðinni komu ungmenni í Vinnuskólanum saman og fögnuðu góðu starfi. Hátíðin var umfangsmeiri en vanalega þar sem Grænfánadeginum og uppskeruhófinu var slegið saman. Um 1500 unglingar starfa hjá Vinnuskóla Kópavogs í sumar og var þeim öllum boðið í hátíðarhöld á Kópavogstúni.
Vinnuskólinn hlaut alþjóðlega viðurkenningu Skóla á grænni grein í áttunda sinn fyrir góða frammistöðu í menntun til sjálfbærrar þróunar og fræðslu um umhverfismál. Oliver Sigurjónsson, verkstjóri í Vinnuskóla Kópavogs tók við viðurkenningarskjali sem var afhent af Jóhannesi Bjarka Urbancic Tómassyni, stjórnarmanni í Landvernd. Ungmenni úr Vinnuskóla Kópavogs tóku við grænfánanum.
Boðið var upp á veitingar og fjölmörg skemmtiatriði. Götuleikhús Kópavogs steig fyrst á svið með leikatriði við góðar undirtektir. Tónlistaratriði fluttu hljómsveitin Hipsumhaps, rapparinn og sjónvarpsstjarnan Bassi Maraj og að lokum rapparinn Haki. Uppskeruhátíð Vinnuskóla Kópavogs vakti mikla lukku meðal unglinganna enda fögnuðurinn sérstaklega sniðinn að þeim.


Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar