Íbúafjöldi í Garðabæ er kominn yfir 18 þúsund en skv. tölum frá Þjóðskrá voru íbúar í bænum 18.042 talsins 1. júlí sl. Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Garðabæ á síðustu misserum og íbúum fjölgað í nýjum sem og eldri hverfum bæjarins.
Frá 1. desember sl. til 1. júlí á þessu ári hefur íbúum bæjarins fjölgað um 374 eða um 2,1% sem er næst mesta fjölgun hlut-fallslega á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu á eftir Mosfellsbæ þar sem hlutfallsleg fjölgun var 2,4%. Garðabær mun áfram vera leiðandi er kemur að fjölgun íbúa á næstu árum enda lóða-úthlutanir og mikill uppbygging framundan í Hnoðraholti, á miðsvæði Álftaness auk mikillar uppbyggingar í Urriðaholti.