Úlfur Blandon mun þjálfa meistaraflokk kvenna í HK út tímabilið, en knattspyrnudeild HK og Jakob Leó Bjarnason, þjálfari meistaraflokks kvenna, komust að samkomulagi um starfslok Jakobs í lok júlí. Úlfi til aðstoðar verður Milena Pesic. HK sem sigraði 2. deildina í fyrra situr í níunda sæti 1. deildar þegar sjö umferðum er ólokið.
Úlfur er mjög reyndur og öflugur þjálfari sem hefur meðal annars stýrt kvennaliði Vals og karlaliðum Gróttu og Þróttar Vogum ásamt yngri flokkum um árabil. Hann hefur jafnframt verið stjórn HK innan handar í ráðgjöf í þjálfun undanfarin misseri.
Milena spilaði um árabil með meistaraflokki HK/Víkings. Hún hefur verið að þjálfa í yngri flokkum félagsins með góðum árangri undanfarin ár.