Norðulandamót fullorðna í hópfimleikum verður haldið hátíðlega í Laugardalshöll á morgun, laugardaginn 11. nóvember. Á mótinu keppa 25 bestu félagslið Evrópu frá Norðurlöndunum fimm og keppast þau um hinn eftirsóknaverða Norðurlandameistarititil.
Ísland sendir þrjú lið til keppni og eitt þeirra er kvennalið Gerplu auk þess sem Stjarnan er með lið í kvennaflokki og í karlaflokki.
Undirbúningur íslensku liðanna hefur gengið vonum framar og það hefur myndast mikill spenna á meðal stuðningsmanna að sjá liðin mæta á stóra sviðið í Laugardalshöll, laugardaginn 11. nóvember nk.
Á myndinni eru frá efri röð til vinstri. Guðrún Jónsdóttir, Agnes Suto, Dagný Lind Hreggviðsdóttir, Sigríður Embla Jóhannsdóttir, Guðrún Anna Ingvarsdóttir, Linda Björk Arnarsdóttir, Helga Sonja Matthíasdóttir, Telma Rut Hilmars-dóttir, Bryndís Guðnadóttir, Julie Woldseth, Andrea Hansen, Guðrún Edda Sigurðardóttir, Klara Margrét Ívarsdóttir, Hrafnhildur Tinna Brynjólfsdóttir og Ísabella Ósk Jónsdóttir.