Frístundarstyrkur hækkar

Með tilkomu frístundastyrksins í sínum tíma voru tækifæri barna til íþróttaiðkunar jöfnuð svo um munar. Í Kópavogi erum við að gera hvað best ef miðað er við önnur bæjarfélög og erum með hæsta styrkinn eða 59. 000 kr. en hann hækkaði nú um áramótin. Að auki erum við með sérstakan styrk fyrir öll 5 ára börn sem fá eina grein gjaldfrjálst eða sem nemur 85.000 kr. Með þessu auka skrefi hvað varðar 5 ára börnin vildum við taka næsta skref svo ekki væri nein fyrirstaða til iðkunar íþrótta og tómstundastarfs fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Við sjáum að nýting styrksins hefur vaxið milli ára og er orðinn 77,4% eða 5.574 kennitölur en börn og ungmenni á aldrinum 5-18 ára með lögheimili í Kópavogi geta nýtt sér styrkinn. Þetta er gríðarlega jákvætt og segir okkur það að stuðningurinn er að virka hjá okkur, en þó svo að kostnaðurinn fyrir bæinn sé umtalsverður eða (306.560.578.kr.) er þeim fjármunum að mínu mati vel varið. Þannig að ég segi áfram Kópavogur og við getum verið stolt af okkur því við erum að gera frábæra hluti í þágu íþrótta og tómstundastarfs barna og ungmenna í bænum okkar.

Sverrir Kári Karlsson, formaður Íþróttaráðs – f.h. Framsóknar

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar