Verður Garðabær lúpínulaus?

Betri Garðabær er lýðræðisverkefni þar sem íbúar leggja fram hugmyndir að framkvæmdum sem þeir vilja sjá í Garðabæ. Hugmyndasöfnunin er opin og stendur hún til 4. febrúar 2024, en áætlað er að um 100 milljónir króna verði settar í framkvæmdirnar.

Garðabæingar eru nokkuð hugmyndaríkir en alls eru komin 141 hugmynd inn á Betri Garðabæ og voru þær að öllum toga og gerðum, sumar mjög áhugaverðar og skemmtilegar. Meðfylgjandi er hugmynd frá íbúa í Garðabæ sem komin er inn á Betri Garðabær.

Lúpínulaus Garðabær

,,Ég myndi vilja sjá átak í upprætingu lúpínu sem ógnar friðlýstum svæðum í bænum. Jafnvel að hafa lúpínudag til að hvetja fólk til að koma saman og styðja við íslensku flóruna.“

Ert þú með hugmyndin að betri bæ? Hægt er að setja inn hugmyndir til og með 4. febrúar. Hægt að klikka á augl. frá Garðabæ efst á síðunni, Betri Garðbær.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar