Frábær árangur landsliðsfólks Gerplu

Norðurlandamótinu í áhaldafimleikum var haldið í byrjun júlí, en Gerpla sá um að halda mótið í Versölum og náði Thelma Aðalsteinsdóttir úr Gerplu m.a. þeim magnaða árangri að verða Norðurlandameistari á slá.

Keppt var í bæði unglinga -og fullorðinsflokki karla og kvenna, liðakeppni, fjölþraut og svo á einstökum áhöldum. Keppendur voru 108 talsins frá sex þjóðum og var um virkilega sterkt mót að ræða. Flestar þjóðir sendu sitt sterkasta lið eða einstaklinga til keppni.

Gerpla átti hvorki fleiri en færri en átta keppendur og fjóra varamenn í landsliðum Íslands á mótinu. Eftirfarandi Gerplufólk var í landsliðinu.

Stúlknalandslið Íslands

Kristjana Ósk Ólafsdóttir – varamaður
Sól Lilja Sigurðardóttir – varamaður

Kvennalandslið Íslands
– bronsverðlaun í liðakeppni

Agnes Suto
Dagný Björt Axelsdóttir
Hildur Maja Guðmundsdóttir Thelma Aðalsteinsdóttir

Karlalandslið Íslands

Atli Snær Valgeirsson
Jónas Ingi Þórisson
Martin Bjarni Guðmundsson Valgarð Reinhardsson
Arnþór Daði Jónasson – varamaður
Valdimar Matthíasson – varamaður

Frábær árangur hjá landsliðsfólki Gerplu

Landsliðsfólk Gerplu náði frábærum árangri á mótinu þar sem ber hæst að nefna er Norðurlandameistaratitill Thelmu Aðalsteinsdóttur á slá, 3. sæti hjá íslenska kvennalandsliðinu í liðakeppni, tvöföld silfurverðlaun Valgarðs Reinhardssonar á gólfi og stökki og silfurverðlaun Hildar Maju Guðmundsdóttur á gólfi. Agnes Suto komst í úrslit á tveimur áhöldum og Martin Bjarni Guðmundsson á einu áhaldi sem er frábær árangur á svona sterku móti. Thelma gerði sér einnig lítið fyrir og hafnaði í 6. sæti í fjölþraut með 48.065 stig sem er hennar hæsta einkunn til þessa og besti árangur íslensku keppendanna í fjölþraut.

Forsíðumynd. Karlalandslið Íslands! f.v. Arnþór Daði Jónasson (Gerplu), Valdimar Matthíasson (Gerplu), Valgarð Reinhardsson (Gerplu), Jón Sigurður Gunnarsson, Martin Guðmundsson (Gerplu), Jónas Ingi Þórisson (Gerplu) og Atli Snær Valgeirsson (Gerplu)

Thelma Aðalsteinsdóttir úr Gerplu náði m.a. þeim magnaða árangri að verða Norðurlandameistari á slá
Komust í úrslit á áhöldum! Valgarð Reinhardsson (Gerplu), Hildur Maja Guðmundsdóttir (Gerplu), Thelma Aðalsteinsdóttir (Gerplu), Guðrún Edda Min Harðardóttir og Ragnheiður Jenný
Kvennalandslið Íslands. F.v. Margrét Lea Kristinsdóttir, Agnes Suto (Gerplu), Hildur Maja Guðmundsdóttir (Gerplu), Guðrún Edda Min Harðardóttir, Thelma Aðasteinsdóttir (Gerplu) og Dagný Björt Axelsdóttir (Gerplu).

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar