Aron Snær og Anna Júlía Klúbbmeistarar GKG 2022

Anna Júlía Ólafsdóttir og Aron Snær Júlíusson eru Klúbbmeistarar GKG 2022.

Anna Júlía vann meistaraflokk kvenna með töluverðum yfirburðum en hún spilaði hringina fjóra á samtals 304 höggum. Það var meiri spenna um þriðja sætið en hún Katrín Hörn Daníelsdóttir landaði silfrinu á 324 höggum. Elísabet Ólafsdóttir hreppti svo þriðja sætið, tveimur höggum á eftir Katrínu eða á 326 höggum.

Hún var meiri spennan í meistaraflokki karla. Fyrir lokadaginn var staðan vænleg hjá Sigurði Arnari Garðarssyni, hann var samtals á átta höggum undir pari, Aron Snær Júlíusson var á þremur höggum undir pari og Egill Ragnar Gunnarsson fylgdi fast á eftir Aroni á tveimur höggum undir pari. Aron Snær saxaði jafnt og þétt á Sigurð Arnar og var með eins höggs forystu á 17. Holu. Þar bjargar Aron sér með fallegu höggi úr glompu sem tryggði honum parið, Sigurður Arnar tvíputtaði fyrir öruggu pari. Á átjándu holu innsiglaði Aron Snær sigurinn með fallegum fugli á meðan Sigurður kláraði holuna á parinu. Aron Snær spilaði samtals á 280 höggum, Sigurður Arnar var á 282 höggum og Egill Ragnar lenti í þriðja sætinu á 285 högum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar