Um 350 stafræn sundkort komin í notkun

Stafræn sundkort hafa verið í notkun síðan í apríl og er almenn ánægja notenda með kortin. Um 350 kort eru nú komin í notkun og fjölgar þeim stöðugt. Hægt er að kaupa kortin á einfaldan hátt á vefnum  gardakort.is, og eru þar í boði 10 og 30 miða kort, árskort sem og eins skiptis miði.  Þeir aldurshópar sem eiga rétt á að fara í sund sér að kostnaðarlausu, þ.e. börn yngri en 18 ára og eldri borgarar frá 67 ára aldri, geta sótt sér gjaldfrjáls árskort í símann á sömu síðu.

Til að kaupa stafrænt sundkort þarf að vera með snjallsíma og fara á síðuna gardakort.is eða skanna QR kóða sem er aðgengilegur í sundlaugunum í Ásgarði og á Álftanesi. Ef annað en eins skiptis miði er keyptur þarf að skrá sig inn á síðuna með rafrænum skilríkjum. Sundkortin verða þróuð áfram á næstu misserum í samvinnu við sundlaugagesti, starfsfólk sundlauganna og samstarfsaðila í hönnun kortanna.

Frekari upplýsingar um stafrænu sundkortin má finna á vef Garðabæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar