Frá fæðingu til frama

Við íbúar í Kópavogi höfum valið okkur forystu til næstu fjögurra ára. Þetta er blandað lið með fallegar hugsanir. Það hefur farið lítið fyrir umfjöllun um fjáhag bæjarsjóðs hvernig peningarnir okkar útsvarið er notað. Oft eru þetta svimandi upphæðir fyrir litla mannin og oft erfitt að átta sig á samsetningu hlutanna.

Við íbúar Kópavogs erum í félagi við ; Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem eru Hafnarfjörður, Garðabær, Kópavogur, Mosfellsbær, Seltjarnarnes og Reykjavík. Þessi samtök vinna að því að sameina marga þætti sveitarfélaganna til að ná fram sparnaði.

Við íbúar í Kópavogi erum einnig í félagi við; Samband íslenskra sveitarfélaga. Þetta félag var stofnað af gamla bændaflokknum í kring um 1937 til að elta uppi sveitunga sína á flótta til stór Reykjavíkursvæðisins og ná af þeim pening í gegn um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þannig borga íbúar Kópavogs fleiri þúsund milljónir á ári í þessa gömlu svikamillu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Nú krefst ég þess fyrir hönd barna Kópavogs að víð íbúarnir segjum okkur úr félagi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Þannig fær sveitarsjóður Kópavogs um 4000 milljónir á fyrsta ári nýrra stjórnar og 18000 þúsund milljónir næstu fjögur árinn. Það eru peningar sem börn Kópavogs geta notað á ýmsum sviðum á ferðalaginu frá fæðingu til frama í Kópavogi.

Ég vil hvetja þig sem íbúa í Kópavogi til að hugsa málið og síðan taka þátt í því að krefjast þess af Bæjarráði og Bæjarstjórn Kópavogs, að við segjum okkur úr lögum við Samband íslenskra sveitarfélaga og peningasvikamillu þessa gamla kerfi bændaflokksins, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga.

Ræktum sambandið við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og stefnum að sameiningu til framtíðar.

Virðingarfyllst,
Guðbrandur Jónsson
Hamrakór 9. 203 Kópavogi.

Þetta er opið bréf til Bæjarráðs Kópavogs með kröfu um fyrirtöku á fundi sem fyrst.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar