„Fordæma vinnubrögð bæjarstjóra Kópavogsbæjar“

Viðreisn í Kópavogi fordæmir vinnubrögð bæjarstjóra Kópavogs við vinnslu tillagna hennar um aðfarir gegn starfsemi menningarhúsa bæjarins.

Tillögurnar voru afgreiddar í gegnum stjórnkerfið með hraði og í mikilli leynd. Að mati bæjarfulltrúa Viðreisnar voru tillögurnar ótækar til ákvörðunar vegna skorts á nauðsynlegum upplýsingum. Þá var hvorki unnt að eiga samráð né fá efnislega opna umræðu vegna þeirrar leyndar sem hvíldi á þeim.

Bæjarstjóri byggir tillögur sínar á skýrslu KPMG, sem forstöðumenn menningarhúsanna hafa gert alvarlegar athugasemdir við því margt sem þar kemur fram er rangt. Vinnubrögð bæjarstjóra Kópavogs einkennast af vanþekkingu og einræði sem getur aldrei skilað góðri niðurstöðu. Af þeim sökum samþykkti bæjarfulltrúi Viðreisnar ekki tillögur bæjarstjóra.

Theodóra S Þorsteindóttir oddviti Viðreisnar í Kópavogi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar