Fjölskyldutónleikar á Lindasafni

Laugardaginn 16. mars fara fram skemmtilegir fjölskyldutónleikar í Lindasafni en þar flytja tónlistarkonurnar Gunnur Arndís, Ragnheiður Silja og Rán fjölbreytt úrval vinsælla laga, gömul og ný, íslensk og erlend, hress og grípandi.

Tónleikarnir hefjast klukkan 13 og vara í rúman hálftíma svo það borgar sig að mæta tímanlega. Aðgangur er ókeypis og öll innilega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Fjölskyldustundir á laugardögum eru styrktar af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar