Engin formleg hátíðardagskrá á sumardaginn fyrsta í Kópavogi

Menningarhúsin í Kópavogi eru opin sumardaginn fyrsta og sundlaugar bæjarins sömuleiðis. Sundlaugarnar eru opnar frá 8.00-18.00. Gerðarsafn er opið frá 10.00-17.00 en Bókasafnið og Náttúrufræðistofa frá 11.00-17.00.

Ekki verður formlega hátíðardagskrá í Kópavogi að þessu sinni. Laugardaginn verður hins vegar mikið á seyði í menningarhúsum bæjarins á Vatnsdropalistahátíð sem stendur yfir frá 12.00 til 15.00. Boðið verður upp á spennandi dagskrá fyrir alla fjölskylduna á hátíðinni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar