Börn og snjalltæki á foreldramorgni

Bryndís Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla fræðir foreldra leikskólabarna og barna í yngstu bekkjum grunnskóla um börn og snjalltæki á aðalsafni Bókasafns Kópavogs þann 31. mars n. k. kl. 10:00.

Hvað þarf að hafa í huga og hvað ber að varast þegar kemur að fyrstu skrefum barna í heimi tækninnar? Hvað er hæfilegt og hvernig stuðlum við að jákvæðri notkun? Þessum og fleiri spurningum verður reynt að svara í erindi Bryndísar á foreldramorgni. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm leyfir.

Foreldramorgnar eru frábært tækifæri fyrir foreldra og ung börn þeirra til að hittast og eiga rólega stund saman á safninu.Fylgist með í Facebook-hópnum Foreldramorgnar | Bókasafn Kópavogs.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar