Helga Guðrún útnefnd Eldhugi Kópavogs 2022

Rótarýklúbbur Kópavogs hefur útnefnd Helgu Guðrúnu Gunnarsdóttur heimspeking og íþróttafræðing, Eldhuga Kópavogs árið 2022, en sá sem hlýtur útnefninguna þykir hafa skarað fram úr á einhverju sviði.

Helga fékk viðurkenninguna, Eldhugi Kópavogs, á fundi Rótarýklúbbs Kópavogs á veitingastaðnum Catalinu sl. þriðjudag, en rótarýklúbburinn hefur árlega síðan 1997 útnefnt Eldhuga Kópavogs.

Helga Guðrún Gunnarsdóttir er fædd 17. mars 1955 og ólst upp í Ólafsvík. Hún hóf atvinnuþátttöku ung eins og flestir unglingar í sjávarþorpum á þeim tíma, meðal annars í frystihúsi, við beitningar og var kokkur til sjós.
Eftir að Helga fluttist suður vann hún t.d. í prentsmiðju og í fjölda ára hjá Morgunblaðinu m.a. við blaðamannastörf. Eftir að hún hætti hjá Morgunblaðinu tók hún stúdentspróf með vinnu og fór að því loknu í Margmiðlunarnám í Tækniskólanum í Reykjavík. Síðan fór hún með fyrrverandi tengdadóttur og barnabarni til Barcelona, þar fór hún í spænskunám og leit eftir barnabarninu. Nokkru síðar fór hún aftur til Barcelona í og hélt áfram spænskunámi í nokkra mánuði.

Helga Guðrún Gunnarsdóttir, með eldhugagripinn, og forseti Rótarýklúbbs Kópavogs, Karl Magnús Kristjánsson

Elsti útskriftarnemandinn úr íþróttafræði

Næst lá leið Helgu í Háskóla Íslands í heimspeki, eftir fyrsta árið gat hún ekki séð að hún hefði mikla atvinnumöguleika í því fagi og venti sínu kvæði í kross og fór í íþróttafræði á Laugarvatni. Helga Guðrún útskrifaðist úr íþróttafræði mánuði áður en hún varð sextíu ára og er elsti útskriftarnemandi úr íþróttafræði hér á landi svo vitað sé.

Meðan á námi stóð ákvað hún að einbeita sér að hreyfingu fyrir eldri aldurshópa, 45+.

Þjálfun í vatni í Sundlaug Kópavogs

Frá hausti 2014 hefur Helga Guðrún séð um þjálfun í vatni fyrir eldri aldurshópa í Sundlaug Kópavogs á vegum Kópavogsbæjar. Þeir tímar eru 3x í viku og stendur öllum ókeypis til boða. Einnig er hún með námskeið fyrir þrjá aðra hópa sem hægt er að kaupa sér aðgang að. Kópavogsbær veitti henni Hvatningaverðlaun Kópavogsbæjar árið 2021, en það er í fyrsta skipti sem þau verðlaun eru veitt. Í umsögn segir að hún hafi boðið uppá nýja nálgun í hreyfingu og sé á pari við lýðheilsumarkmið bæjarins.

Helga á tvö börn, Gunnar sjórnmálafræðingur, á fjögur börn og býr í Reykjavíik. Berglind sálfræðingur og býr og starfar í Osló, hún á þrjú börn.

Við sem ólumst upp í Ólafsvík með Helgu Guðrúnu og höfum fylgst að í gegnum lífið berum mikla virðingu fyrir dugnaði og krafti hennar og vitum að hún lætur ekkert stoppa sig.

Forsíðumynd: Helga Guðrún Gunnarsdóttir með Eldhugagripinn

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar