Ballettskóli Eddu Scheving býður upp á kennslu í Kópavogi

Ný önn í Ballettskóla Eddu Scheving hefst 10. janúar. Kennsla fer m.a. fram í íþróttasal Kópavogsskóla við Digranesveg og hafa tímarnir verið afar vel sóttir og oftast fullt í alla hópa, en skoða má allar upplýsingar á síðu skólans www.bsch.is

Ballettskóli Eddu Scheving var stofnaður árið 1961 og fagnaði því 60 ára afmæli í ár.

Ballettskóli Eddu Scheving sérhæfir sig í kennslu í klassískum ballett fyrir alla aldurshópa frá 2ja ára aldri en býður einnig upp á jazzballett og söngleikjadans fyrir forskóla og jazz/modern fyrir eldri nemendur. Ballettfitness eru tímar fyrir fullorðna og svo eru Silfursvanir sem er frábært pró-gramm fyrir 65 ára og eldri. Einnig býður skólinn upp á matpilates tíma.

Ballettskólinn var stofnaður árið 1961. Hafið þið náð að fagna stórafmælinu? „Á afmælisárinu náðum við ekki að fagna alveg eins vel og við vildum vegna faraldursins. Nemendasýning næsta vor á því að verða enn stærri og glæsilegra í tilefni stórafmælis skólans,“ segir Brynja Scheving, skólastjóri Ballettskóla Eddu Scheving. „Síðast liðið vor gátum við haldið nemendasýningar í Borgarleikhúsinu en þó með mjög miklum takmörkunum. Yngsu nemendur héldu sýningar sínar í gegnum netið, streymdum beint og fengum mikið hrós fyrir það og foreldrar almennt mjög þakklátir fyrir hvað við gátum gert í stöðunni eins og hún var.“

Af hverju ballett fyrir ung börn? „Í fyrsta lagi er prógrammið fyrir yngstu hópana byggt upp með það í huga að það sé gaman að dansa. Við gerum margt mjög skemmtilegt sem höfðar til okkar ungu nemenda, förum í litla leiki og fylgja settum reglum. Ballettinn er bara svo góður grunnur fyrir svo margt í lífinu og hvort sem börnin halda áfram að æfa ballett þá mun grunnurinn sem þau fá út úr náminu eftir að nýtast þeim á einn eða annan hátt. Við erum nú á 3 stöðum, þá fyrir forskólaaldurinn sem er fyrir börn á aldrinum 2-6 ára.

Við erum með margt í boði eins og tímum fyrir 2ja ára. Einstaklega gaman að kenna þá tíma en afar krefjandi líka. Svo er svo gaman að sjá árangurinn og hvað þessi litli kríli ná að gera og herma eftir okkur. Þau öðlast styrk og öryggi og smátt og mátt geta þau séð af foreldrum sínum og notið sín ein að dansa.

Nú bjóðum við einnig boðið upp á sér jazzballett/söngleikjadans og modern tíma fyrir allan aldur.
Ballett fyrir fullorðna er frábært prógramm sem við höfum boðið upp á lengi og svo eru Silfursvanirnir frábær viðbót en það eru frábærir tímar fyrir aldurinn 65 ára og eldri. Þar bjóðum við upp á mjúka og létta tíma sem einkennast þó mest af tignarlegum hreyfingum, glæsileika og fallegri tónlist.

Pilates tímarnir er frábært kerfi til að styrkja miðju líkamans. Tímarnir byggjast á styrktar-æfingum, jafnvægisæfingum og djúpvöðvaþjálfun. Þannig að það er eitthvað fyrir alla.“ sagði Brynja að lokum.

Myndirnar sem fylgja eru teknir í kennslustund hjá forskóla.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar