Íþróttahátíð Garðabæjar streymt á netinu sunnudaginn 9. janúar

Kjöri íþróttamanna ársins í Garðabæ verður lýst í streymistútsendingu á vefnum sunnudaginn 9. janúar kl. 14. Þá verður einnig tilkynnt um val á „liði ársins“ og „þjálfurum ársins“ auk heiðursviðurkenninga vegna starfa að íþrótta- og æskulýðsmálum.

egna fjöldatakmarkana verður ekki haldin stór samkoma til að heiðra þá sem unnið hafa til afreka á árinu 2021 eins og gert hefur verið undanfarin ár. Kjöri íþróttamanna ársins, konu og karls, verður lýst í beinni útsendingu á vef Garðabæjar sunnudaginn 9. janúar kl. 14:00.

Hægt er að sjá hlekk í beina útsendingu í viðburðadagatalinu á heimasíðu Garðabæjar (verður sett inn rétt fyrir útsendingu)

Þá verður einnig tilkynnt um val á „liði ársins“ og „þjálfurum ársins“ auk heiðursviðurkenninga vegna starfa að íþrótta- og æskulýðsmálum.

Þau sem hljóta viðurkenningar fyrir framúrskarandi árangur, þátttöku með landsliðum eða verðlaun á erlendum vettvangi hafa nú þegar verið kölluð til og fengið sínar viðurkenningar afhentar. Myndir frá þeim afhendingum verða sýndar þegar kjöri íþróttakonu og íþróttakarls ársins 2021 verður lýst.

Þá mun Garðapósturinn birta myndir og nöfn allra þeirra sem fá viðurkenningu í blaðinu sem verður dreift 19. janúar nk.

Á myndinni er íþróttafólk Garðabæjar 2020! F.v. Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Hilmar Snær Örvarsson, Ágústa Edda Björnsdóttir og Björg Fenger formaður íþróttaráðs og bæjarfulltrúi

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins