Bæjarstjórn Kópavogs hafnar einróma breytingu á vaxtarmörkum Rjúpnahlíðar

Á síðasta fundi bæjarráðs Kópavogs var lagt fram að nýju erindi Jóns Kjartans Ágústssonar, svæðisskipu-lagsstjóra höfuðborgarsvæðisins um skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á vaxtarmörkum við sveitarfélagsmörk Kópavogs og Garðabæjar í Rjúpnahlíð/Rjúpnahæð. Var óskað eftir því að
lýsingin yrði tekin til efnislegrar umræðu, afgreiðslu og staðfestingar.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að hafna erindinu

Skipulagsráð Kópavogs samþykkti umsögn skipulagsdeildar Kópavogs frá 15. desember sl. og hafnaði framlagðri skipulagslýsingu á tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Á síðasta fundi bæjarstjórnar Kópvaogs var niðurstaðan sú sama, en bæjarstjórnin staðfesti einróma með 11 atkvæðum af-greiðslu skipulagsráðs og hafnaði erindinu.

Töluvert hefur verið fjallað um fyrirhugaða breytingu á vaxtamörkum í Rjúpnahlíð í Garðabæ, sem liggja að sveitafélagsmörkum Kópavogs og Garðabæjar, en Garðabær hyggst reisa þar athafnasvæði, en bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Kópavogs hafa talað um iðnaðarsvæði. ,,Það er ástæða til þess að leiðrétta það strax að hér er ekki stefnt að iðnaðarsvæði heldur athafnasvæði og það er heilmikill munur á þeim skilgreiningum í aðalskipulagsáætlunum og raunveruleikanum. Á meðan iðnaðar- svæði gerir ráð fyrir starfsemi sem getur haft mengun í för með sér t.d. verksmiðjum, brennslustöðvum, sorpvinnslu o.s.frv. þá gera athafnasvæði ráð fyrir atvinnustarfsemi þar sem lítil hætta er á mengun, s.s. léttan iðnað, hreinleg verkstæði, lagerhúsnæði og starfsemi sem getur þarfnast mikils rýmis innan húss og utan,” sagði Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðabæ í viðtali við Kópavogspóstinn, Garðapóstinn og vefsíðuna kgp.is þann 18. janúar sl.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar