Farsælt samstarf og íbúðum fyrir öryrkja og fatlaða fjölgað

„Við höfum átt afskaplega farsælt samstarf við Brynju leigufélag hér í Garðabæ en félagið á nú þegar 24 íbúðir hér í bænum. Við viljum fjölga þeim um 11 á næstu fimm árum og meta það í sameiningu hvernig best er að byggja upp eignasafn Brynju í Garðabæ þannig að það komi sem best til móts við þarfir öryrkja og fatlaðs fólks í sveitarfélaginu,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri.

Almar og Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Brynju, hafa undirritað viljayfirlýsingu um aukið samstarf sveitarfélagsins og leigufélagsins um frekari uppbyggingu á fjölbreyttu húsnæði í Garðabæ.
Meðal markmiða viljayfirlýsingarinnar er að:

• Brynja taki í notkun 11 íbúðir í Garðabæ á næstu fimm árum, eða tvær til þrjár íbúðir að meðaltali á ári. Garðabær leggur til 12% stofnframlag til kaupa á íbúðunum og 18% stofnframlag kemur frá íslenska ríkinu í gegnum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
• Samstarf verði á milli leigufélagsins og bæjarfélagsins um þarfagreiningu á þeim íbúðarúrræðum sem heppilegust eru fyrir svæðið og er stefnt að því að ljúka greiningunni í byrjun sumars.
• Samstarfi aðila um leigumiðlun og úthlutun íbúða verði haldið áfram, en samstarfið verður einnig bundið í samstarfssamning á næstu vikum.
• Stefnt er að því að ná samkomulagi fyrir lok hvers árs um uppbyggingu næstu eins til tveggja ára og samhliða endurskoða þarfagreiningu fyrir þær íbúðir sem vantar í safnið.
• Að samstarfið sé til hagsbóta fyrir þá aðila sem þurfa á þjónustunni að halda.  

Mynd. Svanhildur Þengilsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs, Almar Guðmundsson bæjarstjóri Garðabæjar, Guðbrandur Sigurðsson framkvæmdastjóri Brynju og Snædís Björnsdóttir verkefnastjóri fjölskyldusviðs við undirritun viljayfirlýsingarinnar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins