Vinir Kópavogs héldu opinn bæjarmálafund sem ver vel sóttur í 7. mars sl.og þar var eftirfarandi ályktun samþykkt.
Fagna ákvörðun bæjarstjórnar
,,Fundurinn fagnar ákvörðun bæjarstjórnar að hefja löngu tímabæra vinnu við ramma- eða hverfisskipulag fyrir Kársnesið og treystir því að það verði unnið í góðu samtali og samráði við íbúa Kópavogs. Minnt er á mikilvægi þess að huga vel að útivistar- og leiksvæðum, umferðarþunga og fjölbreytni íbúða fyrir mismunandi þjóð- félagshópa. Þá ber að skoða vel aðlögun að væntanlegri brú yfir Fossvog sem mun hafa margbreytileg áhrif á svæðið m.a. til að styrkja atvinnustarfsemi, verslun, þjónustu og afþreyingu. Minnt er á áskorun sem 428 einstaklingar skrifuðu undir um gerð hverfisskipulags fyrir Kársnesið.
Nauðsynlegt að gert verið ramma- og hverfisskiplag fyrir önnur eldri hverfi bæjarfélagsins
Fundurinn telur nauðsynlegt að gert verið ramma- og hverfisskiplag fyrir önnur eldri hverfi bæjarfélagsins til að tryggja heildræna nálgun og koma í veg fyrir þann bútasaum í deiliskipulagsmálum, sem því miður hefur viðgengist undanfarin ár. Rammaskipulag fyrir gamla miðbæjarsvæðið þarf að setja í forgang.
Fjárfestar með meira vægi og ítök en þeir sem búa í bænum
Fundurinn fagnar því að niðurstaða þjónustukönnunar bendir til þess að mikill meirihluti bæjarbúar sé ánægður með að búa í Kópavog. Því miður virðist ánægjan þó hafa minnkað frá fyrri mælingu. Samkvæmt könnuninni er það ekki síst í skipulagsmálum sem umtalsverðra úrbóta er þörf. Fram til þess hefur lítið orðið úr áformum meirihlutans samkvæmt málefnasamningi um að bæta samskiptin við bæjarbúa. Sem fyrr hafa fjárfestar meira vægi og ítök en þeir sem búa í bænum. Það er öfugsnúið! Meirihlutinn þarf að hlusta á íbúa, bæta samskiptin við þá og vanda stjórnsýslu.
Gagnrýna yfirlýsingu vegna uppbyggingu í Gunnarshólma
Fundurinn gagnrýnir vinnubrögð meirihlutans vegna viljayfirlýsingar um að fjárfestum verði heimilað að standa að byggingu tveggja hjúkrunarheimila og 5.000 íbúða byggðar fyrir eldri borgara í landi Gunnarshólma í Lækjarbotnum. Landið er utan við þau mörk sem sett eru í núverandi svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, á öryggissvæði fyrir lífgefandi vatnsból og í nágrenni við eldvirk svæði. Hugmyndin um sérstakt og afskipt byggðarlag fyrir eldri íbúa er úr öllum takti við ríkjandi áherslum í málaflokknum.
Standa þarf vörð um hagsmuni Kópavogsbúa varðandi fyrirhugaða byggð á Arnarlandið
Fundurinn hvetur bæjaryfirvöld til að standa vörð um hagsmuni Kópavogsbúa varðandi fyrirhugaða byggð á Arnarlandi í Garðabæ. Svæðið liggur inn að Kópavogsdal og við afar vinsælt hverfi á Nónhæð í Kópavogi. Gott samstarf milli bæjarfélaganna skiptir höfuðmáli svo niðurstaðan verði íbúum Kópavogs hagfelld.”