Fermingar eru í fullum gangi en í Garðabæ er fermt í Vídalínskirkju, Garðakirkju og Bessastaðakirkju. Fermingum fylgja oftast boð og veislur þar sem ættingjar og vinir koma saman til að samgleðjast fermingarbarninu og oftar en ekki fylgja gjafir með.
Það getur þó oft reynst þrautinni þyngri að finna hugmynd að fallegri gjöf og það er orðið ansi algengt í dag að gestir mæti með umslag sem hefur að geyma peninga eða inneignarkort frá bönkum. Margir geta þó ekki hugsað sér að gefa pening í fermingargjöf og vilja gefa fermingarbarninu fallega gjöf.
Garðapósturinn heyrði í Lovísu Halldórsdóttur Olesen gullsmið og eiganda skartgripaverslunarinnar bylovisa, sem er staðsett í Vinarstræti í Urriðaholti, og spurði hvort hún væri með fallegar fermingargjafir í verslun sinni. Er hægt að finna margar fallegar fermingargjafir í verslun þinni og hefur þú einhvern tímann hannað skartgripi sérstaklega fyrir ferminguna? ,,Já, við erum með mikið úrval af skartgripum fyrir fermingarstelpur og mikið af nýjungum. Mánaðarblómin er nýjast hjá okkur og er tilvalin fermingargjöf sem og stjörnumerkin og stafirnir sem henta fyrir öll kyn. Fyrir þennan aldurshóp hefur Shini tiny línan verið vinsæl enda mjög fjölbreyttir skartgripir á hagstæðu verði. Aðrar nýjar línur í fermingarpakkann eru Daizy sem eru falleg blóm, handsmíðuð hjörtu eru alltaf sígild sem og línan Ásta. Fyrir strákana erum við einnig með unisex línur sem henta fyrir fermingardrengina, t.d Figaro og Kaðall og svo er meira á leiðinni fyrir herra,” segir Lovísa og bætir við: ,,Við erum einnig að taka að okkur sérsmíði fyrir þá sem eru með sérstakar óskir. Gull og demantar er líka orðið hluti af fermingagjöfum fyrir þá sem vilja gefa tímalausa gjöf sem lifir lengi. Enda er hægt að fá hjá okkur gullskargripi frá 19 þúsund krónum og uppúr.”
Nú virðast margir gefa peninga í fermingargjöf, hefur þú fundið fyrir því, er minna verslað fyrir fermingarnir núna en áður, eða eru fermingarbörnin þá jafnvel að koma sjálf og kaupa fyrir peningin sem þau fengu í fermingargjöf? ,,Þetta hefur já breyst frá því ég var sjálf að fermast en þá var ennþá verið að gefa meira af gjöfum. Þetta virðist samt vera að breytast aftur finnst mér og fleiri vilja koma með gjöf í veisluna. Dóttir mín fermdist um helgina og hún fékk ansi marga pakka. Ungar stelpur fylgjast líka ansi vel með tískunni, þær koma oft nokkrar saman í búðina eða með foreldrum og velja sér eitthvað fallegt þó netverslunin okkar sé ansi vinsæl líka.”
Og þú hefur tekið saman á heimsíðunni ykkar, bylovisa.is, nokkrar vörur úr vörulínum ykkar sem klassísk eign fyrir fermingarbörn? ,,Málið er að verðið skiptir alltaf miklu máli í svona gjöfum og því eru skartgripir frá 10-20 þúsund alltaf vinsælastir. Nokkrar sígildar í gegnum tíðina eru stjörnumerkin og stafirnir sem henta báðum kynjum. Klassísk gjöf fyrir þá sem vilja gefa á þessum tímamótum skargripi sem lifir lengi þá má nefna gullhring með demanti úr Tails línunni og ekki má gleyma skartgripaskrínunum.”
Nú er vorið að detta inn og sumarið framundan, er eitthvað spenanndi að gerast hjá Lovísu á næstunni? ,,Já, vorið og sumarið er mjög vaxandi tímabil hjá okkur því skólaútskriftirnar er í maí og júní og alla jafna er mjög vinsælt að gefa skartgripi á þessum tímamótum. Brúðkaupsskartið er vaxandi hjá okkur með auknu úrvali af gulli og demöntum sem og sérsmíðin í kringum þennan stóra dag. Vefsíðan okkar er alltaf í þróun og á næstunni opnum við sérumhverfi í kringum brúðkaupin á bylovisa.is,” segir hún og bætir við: ,,Lengi hefur verið beðið eftir stórri herralínu frá okkur en hún er alveg að detta í hús og verður kynnt í vor. En annars erum við alltaf að bæta skemmtilegu inn í vinsælustu línurnar okkar og þá líka léttari og sumarlegri litum í steinana.”
Forsíðumynd: Fallegar mægður! Lovsía, skartgripahönnuður og eigandi bylovisa og Ingibjörg Agnes Þorsteinsdóttir, en Agnes var fermd um sl. helgi