30 nýjar íbúðir að fara í sölu í 201 Smára

Fasteignaþróunarfélag Smárabyggðar, sem vinnur að því að reisa byggð sunnan við Smáralind í Kópavogi undir nafninu 201 Smári, mun í lok ágúst eða í byrjun september setja 30 nýjar íbúðir í sölu og alls 70 íbúðir til áramóta.  Alls á félagið eftir að afhenda tæplega 200 íbúðir í hverfinu, en áætlað er að framkvæmdum munu ljúka árið 2014.

Sala íbúða í 201 Smára hefur verið mjög góð en hagnaður fasteignaþróunarfélagsins Smárabyggðar þrefaldaðist á milli ára og nam 1,7 milljörðum króna á síðasta ári.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar