Lægsta tilboðið hljóðaði upp á 390 milljónir kr.

Gunnar Bjarnarson ehf var með lægsta tilboðið í framkvæmdir við 7 íbúða búsetukjarna ásamt starfsmannaaðstöðu við Brekkuás 2, en tilboð í verkið voru opnuð á fundi bæjarráðs í vikunni.

Tvö önnur tilboð bárust í verkið en þau voru bæði yfir kostnaðaráætlun en tilboð Gunnars Bjarnasonar ehf var rúmum 17 milljónum undir kostnaðaráætlun Garðabæjar.

Eftirfarandi tilboð voru lögð fram í framkvæmdir við íbúðakjarna við Brekkuás.

Stéttafélagið ehf. kr. 445.764.310
Húsasmíði ehf. kr. 424.500.000
Gunnar Bjarnason ehf. kr. 390.006.711

Kostnaðaráætlun kr. 407.156.451

Brekkuás 2 er 587,6 fm, 7 íbúða búsetukjarni ásamt starfsmannaaðstöðu. Byggingin er á einni
hæð og skal verktaki steypa grunn, veggi og plötu, innrétta og ganga frá utan sem innan, ganga
frá lóð og fullgera húsid samkvamt útboðsgögnum. Byggingin er staðsteypt og einangruð að utan, klædd með timburklæðningu.

Verktími er frá undirritun samnings til 15. október 2023

Mynd: Lóðin þar sem 7 íbúða búsetukjarni mun rísa í Brekkuásnum

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar