18 Rauðar Rósir fagnar 15 ára afmæli

Blómabúðin 18 Rauðar Rósir í Hamraborg 3 er fyrirtæki vikunnar hjá Markaðsstofu Kópavogs

Blómabúðin 18 Rauðar Rósir í Hamraborg 3 á 15 ára afmæli 20. október og í tilefni af tímamótunum tókum við tali Sigríði I Gunnarsdóttur eiganda sem alltaf er kölluð Didda.

,,18 Rauðar Rósir er flottasta blóma- og gjafavöruverslunin í bænum segir hún og brosir. Við bjóðum uppá mikið úrval pottablóma og blómvendi fyrir hin ýmsu tilefni. Einnig bjóðum við fjölbreytta og glæsilega gjafavöru bæði frá innlendum og erlendum framleiðendum s.s. íslenskar hönnunarvörur frá Hekla Íslandi, Vorhús og hið sívinsæla konfekt frá Hafliða Ragnarssyni svo eitthvað sé nefnt sérstalega. Við bjóðum upp á heimsendingarþjónustu á stór Reykjavíkursvæðinu og tökum að okkur að skreyta fyrir brúðkaupsveislur, afmæli, fermingar og ráðstefnur. Við veitum persónulega þjónustu og leggum metnað okkar í að viðskiptavinir fari glaðir og ánægðir frá okkur.“ 

Segðu okkur frá sjálfri þér og aðdragada þess að þú opnaðir þína eigin verslun? ,,Ég vann lengi í blómabúð og þekkti því vel til. Ég var að vinna í fataverslun í Hamraborg þegar ég frétti að húsnæðið væri laust og ákvað að slá til. Nafnið 18 Rauðar Rósir var strax klárt og ekkert annað kom til greina. Ég opnaði 18 Rauðar Rósir þann 20. október 2006 og hef verið upptekin við reksturinn síðan. Þegar ég opnaði beið Jón Ragnarsson fyrir utan og var hann fyrsti viðskiptavinurinn en hann hafði rekið Blómahöllina í húsnæðinu í 34 ár. Hann var mjög ánægður með að það væri komin blómabúð í húsnæðið aftur, en 7 ár voru liðin frá því að Blómahöllin hafði lokað. Næstu dagana kom fjöldi fólks að versla og lýstu margir yfir mikilli ánægju með að það væri komin blómabúð í Hamraborgina aftur þannig að strax frá fyrst degi myndaðist góður hópur fastra viðskiptavina.“

Eru tískusveiflur í þinni starfsgrein? ,,Það eru árstíðasveiflur sem einkennast í litum og vöruframboði og að sjálfsögðu koma sveiflur þar sem sumar blómategundir verða tímabundið vinsælar en annars er þetta frekar hefðbundið.“

Hverjar eru helstu áskoranir í rekstirnum í dag? ,,Covidfaraldurinn hefur ekki haft neikvæð áhrif á reksturinn? Hrunið kom fljótlega eftir að ég opnaði og þá fann ég vel að blóm eru græðandi fyrir fólk bæði i persónulegum sem og efnahagslegum áföllum, því fólk leitar þá inn á við og gerir vel við sig og sína heima við.
Í Hamraborg er bílastæðavanamál sem felst í því að Íbúar og starfsfólk á svæðinu leggur bílum í skammtímastæði, sem ætluð eru fyrir viðskiptavini verslana og skilur þá eftir allan daginn. Við verslunareigendur höfum verið að kalla eftir lausn á þessu vandamáli í samstarfi við Markaðsstofu Kóapvogs og höfum óskað eftir því við bæjaryfirvöld að sett verði á gjaldtaka á bílastæði, þar sem frítt verður fyrsta klukkutímann en gjalddtaka hefjist eftir það.“

Verðlaunahundarnir Silvra og Gull eru oft með Diddu í versluninni

Hvað á helst hug þinn þegar þú ert ekki í vinnunni? ,,Ég er með verðlaunahundana Gull og Silvru sem hafa staðið sig vel á sýningum og þeir þurfa mikla athygli og tíma. Einnig hef ég gaman af því að ferðast erlendis því þá fæ ég alvöru frí frá rekstrinum. Oft vel ég tímann frá Bóndadegi og fram að Valentínusardegi til að fara í frí og safna orku, svona stund á milli stríða.“

Markaðsstofa Kópavogs og Kópavogspósturinn óska Diddu til hamingju með tímamótin og óska henni áframhaldandi velgengni þar sem Blóma- og gjafavöruverslunin 18 Rauðar Rósir er fallegt andlit í Hamraborginni.

[email protected]

Didda með Gull og Silvru

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar