17. júní fagnað í Kópavogi á Rútstúni og við Salalaug

17.  júní verður fagnaði í Kópavogi á Rútstúni og við Salalaug með glæsilegri hátíðardagskrá.
Hátíðarhöldin hefjast kl. 13.30 með skrúðgöngu frá Menntaskólanum í Kópavogi að Rútstúni með Skólahljómsveit Kópavogs og Skátana í broddi fylkingar.

Landsþekktir skemmtikraftar og tónlistarfólk stíga á stokk á hátíðarsvæðunum á Rútstúni og við Salalaug þar sem meðal annars koma fram Bríet, Friðrik Dór, Gunni og Felix, Eyrdís og Halaldur úr Draumaþjófnum, Saga Garðars og Snorri Helga, Eva Ruza og Hjálmar Örn ásamt fleirum góðum gestum.

Tívolítæki og hoppukastalar eru hluti af þeirri skemmtun sem boðið verður uppá á hátíðarsvæðunum tveimur og eru þau gestum að kostnaðarlausu eins og undanfarin ár. Þá gefst krökkum tækifæri á að prófa veltibílinn sem staðsettur verður við Sundlaug Kópavogs.

Þá verður Sirkus, húllahopp, andlitsmálning og hægt að fara á hestbak við menningarhúsin í Kópavogi.
Að venju verður 17. júní hlaup í umsjá Frjálsíþróttadeild Breiðabliks um morguninn sem hefst klukkan 10.00, ætlað börnum í 1.-6. bekk, þar sem allir fá viðurkenningarpening fyrir þátttökuna.
Nánari dagskrá verður auglýst þegar nær dregur þjóðhátíðardeginum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar