Opnað fyrir Skólagarða Kópavogs
Opnað hefur verið fyrir skráningu í Skólagarða Kópavogs. Skólagarðarnir sem hafa verið starfræktir í 60 ár við góðar undirtektir barna og foreldra í Kópavogi. Í ár verða garðarnir á þremur stöðum við Dalveg, á mótum Arnarnesvegar og Rjúpnavegar og við Víðigrund.
„Það hefur verið mikil ánægja með skólagarðana í Kópavogi. Börnin fá aðstoð við að sinna görðunum og uppskeran er iðulega mjög ríkuleg og vakið ánægju fjölskyldunnar, það virðist vera besta bragðið af grænmeti sem við ræktum sjálf,“ segir Svavar Ólafur Pétursson skólastjóri garðanna.
Skólagarðarnir eru fyrir börn á aldrinum 6 til 13 ára. Nánari upplýsingar og skráning á Sumarvef Kópavogs . Í fyrra mættu rúmlega 150 börn í garðana og ræktuðu þar grænmeti fyrir sig og fjölskyldur sínar.