Listamaður maímánaðar í samstarfi Bókasafns Garðabæjar og Grósku er Þurý Ósk Axelsdóttir. heimilislæknir heilsugæslunni í Garðabæ.
Nafn sýningarinnar Gengið á vatni vísar í þá tækni sem notuð er við sköpun flestra þeirra þ.e. vatnslitaverk. „Vatnslitir hafa þá heillandi og stundum erfiðu eiginleika að vatnið málar myndina með listamanninum. Þetta er eiginleiki til að koma á óvart- en vonandi ekki um of. Vissulega vísar titillinn í eitt af frægari kraftaverkum frelsarans en í mínum heimi koma hann fyrst fram sem létt spaug frá eiginmanni mínum. Það er nú fyrir trú hans á undirritaða sem komið var út úr listaskápnum til að byrja með og svo sterkan stuðning frá félögum mínum í Grósku. Ætli titilinn vísi ekki mest á bæði hinn lífsnauðsynlega húmor og hversu miklu við fáum áorkað þegar við trúum á okkur sjálf – og fáum stuðning frá þeim sem standa okkur næst,“ segir Þurý Ósk.
Minn megin innblástur eru börnin mín og náttúran
Listakonan segir verkin á sýningunni vera endurspeglun á lífið og tilveruna. „Minn megin innblástur eru börnin mín og náttúran. Sum verkin hafa dýpri og trúarlegri tilvísun. Ekki er verra að hafa eins og eitt verk sem er ádeila á nýlendustefnuna svona til að tryggja að þetta sé listasýning!“
Þurý verður með móttöku um leið og samkomutakmarkanir verða rýmkaðar. Sýningin er opin á opnunartíma Bókasafn Garðabæjar á Garðatorgi 7. Sýningin er sölusýning