122 framúrskarandi fyrirtæki í Kópavogi

Creditinfo birti í lok október sinn árlega lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki fyrir rekstrarárið 2020.

Í Kópavogi eru staðsett næstflest Framúrskarandi fyrirtæki í einu sveitarfélagi, eða 122 sem rúm 14 prósent þeirra 853 sem listann skipa á landsvísu. Flest eru þau 349 í Reykjavík, rúm 29 prósent. Fyrir ári síðan voru 109 fyrirtæki í Kópavogi á lista Creditinfo þannig að þeim fjölgar um 13 á milli ára.

Sjö fyrirtæki framúrskarandi frá upphafi

18 fyrirtæki koma ný inn á listann flest meðalstór eða lítil, en sjö hafa verið Framúrskarandi frá upphafi. Það eru fyrirtækin Málning, Steinbockþjónustan, Barki, Baader Ísland, Vinnuföt heildverslun, Hegas, og Axis-húsgögn. Fimm efstu sætin í Kópavogi skipa fyrirtækin Hagar sem eru í 9. sæti á heildarlista Framúrskarandi fyrirtækja, Festi (í 16. sæti), Hagar verslanir (21. sæti), Norvik (26. sæti) og Reginn (30. sæti).

Foríðsíðumynd: 18 fyrirtæki koma ný inn á listann flest meðalstór eða lítil, en sjö hafa verið Framúrskarandi frá upphafi og meðal þeirra Steinbock-þjónustan ehf

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar