Byggingarréttur fyrir fjölbýlis- og atvinnuhúsnæði auglýstur til sölu í Vetrarmýri

Íslandsbanki, fyrir hönd Garðabæjar, auglýsir nú til sölu byggingarrétt fyrir fjölbýlis- og atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum byggingarreitum við Vetrarmýri í Garðabæ.
Vetrarmýri er 20 hektara byggingaland, að fullu í eigu Garðabæjar, sem markast af Hnoðraholti til norðurs, Reykjanesbraut til vesturs, Vífilsstaðavegi til suðurs og til austurs. Áætluð heildarstærð byggðar í Vetrarmýri er um 66.000 fermetra af fjölbýli og 36.000 fermetra af atvinnuhúsnæði með 664 íbúðum að hámarki.

Í þessum fyrsta áfanga eru boðnir út u.þ.b. 26.000 fermetrar af fjölbýli og 26.000 fermetrar af atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum reitum auk möguleika fyrir bjóðendur í atvinnuhúsnæði að bjóða í bílastæðahús við Reykjanesbraut.

Í þessum fyrsta áfanga eru boðnir út u.þ.b. 26.000 fermetrar af fjölbýli og 26.000 fermetrar af atvinnuhúsnæði á fimm aðskildum reitum auk möguleika fyrir bjóðendur í atvinnuhúsnæði að bjóða í bílastæðahús við Reykjanesbraut.

Vetrarmýri er eitt af þremur fyrirhuguðum uppbyggingarsvæðum á Vífilstaðalandi. Við gerð deiliskipulagsins var horft til góðra tenginga við stofnbrautina Reykjanesbraut, almennings-samgöngur og göngu- og hjólastíga og nálægar við útivistarperlur höfuðborgarsvæðisins. Auk þess er aðgengi að nálægri samfélagsþjónustu eins og skólum, leikskólum, íþróttamannvirkjum, golfvelli o.fl. mjög gott.

Vetrarmýri er 20 hektara byggingaland, að fullu í eigu Garðabæjar, sem markast af Hnoðraholti til norðurs, Reykjanesbraut til vesturs, Vífilsstaðavegi til suðurs og til austurs. Áætluð heildarstærð byggðar í Vetrarmýri er um 66.000 fermetra af fjölbýli og 36.000 fermetra af atvinnuhúsnæði með 664 íbúðum að hámarki

Óskað er eftir tilboðum í byggingarréttinn fyrir klukkan 13:00 þriðjudaginn 30. nóvember nk.
Frekari upplýsingar um deiliskipulag og uppbyggingu svæðisins má nálgast á vef Garðabæjar.
Áhugasamir tilboðsgjafar geta einnig nálgast sölugögn á vefbaer.is, og í gegnum vefslóðina www.islandsbanki.is/vetrarmyri. Öllum fyrirspurnum skal beint í gegnum netfangið vetrarmyri@ islandsbanki.is og kauptilboðum skal skila í lokuðu umslagi til móttöku Íslandsbanka (9. hæð), Hagasmára 3, 201 Kópavogi innan fyrrgreinds tilboðsfrests. Tilboð verða opnuð kl. 13:30 sama dag á skrifstofu Íslandsbanka að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar