Nýtt æfingahúsnæði GKG vígt – gerist vart betra á heimsvísu

Nýtt æfingahúsnæði GKG var vígt með formlegum hætti miðvikudaginn 27. október sl. að viðstöddum fulltrúum GKG, Garðabæjar og Kópavogs, þeim Guðmundi Oddssyni formanni GKG, Agnari Má Jónssyni framkvæmdastjóra GKG, Gunnari Einarssyni bæjarstjóra Garðabæjar, Björgu Fenger bæjarfulltrúa og formanni ÍTG, Ármanni Jakobssyni bæjarstjóra Kópavogs og fleiri góðum gestum. Mikið líf var í æfingahúsnæðinu þar sem börn og ungmenni sýndu listir sínar í golfhermunum.

Guðmundur Oddsson formaður GKG

Samstarfssamningur um uppbyggingu æfingahúsnæðisins

Viðbyggingin við núverandi félags- og íþróttaaðstöðu GKG var hönnuð á grundvelli forsagnar og þarfagreiningar sem unnin var af stjórn GKG og öðrum stjórnendum klúbbsins með aðstoð sérfræðinga en heildarstærð viðbyggingarinnar er um 800 fm. á einni hæð. Á svæðinu eru 16 golfhermar, púttsvæði ásamt þjónustu- og veitingasvæði. Æfingaaðstaðan nýtist börnum og unglingum sem stunda skipulagðar golfæfingar á vegum GKG, afrekskylfingum klúbbsins sem og almennum félagsmönnum.

Garðabær og GKG gerðu árið 2019 með sér samstarfsssamning um uppbyggingu æfingahúsnæðisins sem er í viðbyggingu við félags- og íþróttamiðstöðina á neðri hæð hússins og fjármagn til byggingarinnar var tryggt með fjárveitingum frá Garðabæ á árunum 2019-2023.

Bæjarstjórarnir Gunnar Einarsson og Ármannr Kr. Ólafsson

Framúrskarandi barna- og unglingastarf hjá GKG

Í máli framkvæmdastjóra GKG kom fram að þegar GKG var stofnaður fyrir tæpum 30 árum var stefnan sett á það að reka ekki hefðbundinn golfklúbb heldur íþróttafélag sem myndi leggja áherslu á barna- unglinga- og afreksstarf. Sú stefna hefur leitt af sér að hjá GKG eru um 700 börn og unglingar sem nýta sér þjónustu klúbbsins sem er langfjölmennasta barna- og unglingastarf á Íslandi hjá golfklúbbi og jafnvel á heimsvísu.

Golfhermaaðstaða GKG er nú ein sú stærsta innandyra í heiminum. Golfhermarnir eru frá fyrirtækinu Trackman og meðal valla sem er hægt að leika á í golfhermunum er einmitt völlur GKG í Leirdal. Víða um land má nú finna golfhermaklúbba og gera það að verkum að golfið getur orðið að heilsársíþrótt á Íslandi. Golfhermaaðstaða GKG er þó rekin með allt öðrum hætti, þar sem flestir hermar eru lokaðir almenningi milli klukkan 15:00 til 19:00 á virkum dögum þar sem þeir eru nýttir í barna-, unglinga- og afreksstarf.

Einnig hefur hin nýja æfingaastaða GKG nýst öðrum hópum vel eins og einstaklingum á vegum Vopnabúrsins sem eru samtök sem einbeita sér að úrræðum fyrir fjölskyldur, börn og ungmenni sem glíma við fjölþættan vanda. Eldri borgarar hafa nýtt sér aðstöðuna að degi til og margir koma daglega til að æfa sig. GKG heldur einnig utanum golfáfanga fyrir nemendur í FG, MK, Garðaskóla, Hörðuvallaskóla og Lindaskóla.

Agnar Már, framkvæmdastjóri GKG fer yfir hlutina með f.v. Kára, Ármann, Theodóru, Stellu, Pálma, Jónu, (Agnar Már), Áslaugu og Björgu.
Bæjarstjórarnir í Garðabæ og Kópavogi fóru í keppni hvor slægi lengra og……
…þrátt fyrir góð tilþrif Gunnars, þá…….
…..sigraði Ármann nokkuð örugglega, eftir að Gunnar hafði slegið lengra í fyrri umferðinni en Ármann kom svo sterkur inn í síðari umferðinni..
…og kom sigur Ármanns ekki á óvart enda sveiflan óaðfinnanleg, er það ekki annars.
Vel gert
Sigurður Guðmundsson bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður skipulagsnefndar lætur vaða…mikil mýkt þarna.
Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi í Kópavogi átti ekki í vandræðum með þetta
Björg Fenger bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar hafði mjög gaman af
Áslaug Hulda Jónsdóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ og formaður bæjarráðs var silki slök og einbeitt
Kári Jónsson íþróttafulltrúi Garðabæjar tók létta sveiflu

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar