12 mílur klukkan 12 – Menning á miðvikudögum

Miðvikudaginn 5. apríl heldur Stefán Pálsson, sagnfræðingur erindi um blaðamanninn, listamanninn og þjóðfélagsrýnirinn Gísla J. Ástþórsson. Gísli var í senn fagmaður á sviði blaðamennsku og þúsundþjalasmiður sem daðraði við fjölda listgreina. Stefán rekur starfsferil Gísla og setur hann í samhengi við ýmsar breytingar á íslensku samfélagi og í fjölmiðlun – og húmorinn er aldrei langt undan. 

Erindið hefst kl. 12.15 og er haldið í fjölnotasalnum á aðalsafni Bókasafns Kópavogs. Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. 

Menning á miðvikudögum er styrkt af lista- og menningarráði Kópavogsbæjar.

Þann 5. apríl 2023 verða 100 ár liðin frá fæðingu Gísla J. Ástþórssonar og af því tilefni hafa afkomendur hans í samvinnu við Bókasafn Kópavogs blásið til sýningar um ævi hans og störf. Sýningin opnaði þann 16. mars s. l. í fjölnotasal aðalsafns og stendur til 11. apríl.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar