Meistarar meistaranna á Kópavogsvelli í kvöld

Knattspyrnutímabilið á Íslandi hefst formlega í kvöld, þriðjudag, þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks og bikarmeistarar Víkings mætast í Meistarar meistaranna á Kópavogsvelli, en leikurinn hefst kl. 19:30.

Í Meistarakeppni karla er keppt um Sigurðarbikarinn sem gefinn var af KR til minningar um Sigurð Halldórsson. Ef jafnt verður eftir venjulegan leiktíma verður ekki framlengt, heldur farið beint í vítaspyrnukeppni til að ákvarða sigurvegara. 

Þess má geta að miðasala á leikinn er í gegnum Stubb-appið og miðaverð er kr. 2.000 fyrir 17 ára og eldri, frítt inn fyrir 16 ára og yngri, og frítt inn fyrir öryrkja. 

Nú er um að gera að mæta á þennan opnunarleik íslenskrar knattspyrnu árið 2023, en fyrstu leikur í Bestu deildinni hjá Breiðablik er síðan á móti HK á Kópavogsvelli, mánudaginn 10. apríl kl. 20.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins