Verklok í árslok í Vetrarmýri

Bæjarfulltrúar fengu leiðsögn um fjölnota íþróttahúsið í Vetrarmýri

Framkvæmdir ÍAV við fjölnota íþróttahús og tilheyrandi stoðrými eru í fullum gangi í Vetrarmýrinni. Verkið gengur vel og er uppsetningu á stálrömmum fyrir húsið lokið og stefnt var að því að klára uppsteypu um miðjan mars, en verklok eru áætluð í árslok.

Á dögunum fengu bæjarfulltrúar Garðabæjar, sviðsstjórar á vegum bæjarins og fleiri starfsmenn tengdir verkefninu leiðsögn um fjölnota íþróttahúsið af forsvarsmönnum ÍAV, en í húsinu verður rými fyrir knattspyrnuvöll í fullri stærð, auk upphitunaraðstöðu og tilheyrandi stoðrýma. Stærð íþróttasalarins verður um 80 x 120 metrar og flatarmál hússins alls verður um 18.200 fermetrar. Grundun hússins er á staurum og telja þeir 437 staura sem voru að meðaltali 9 metra langir, lengsti var 15 metrar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins