Stemmningin var frábær í Icewear Hjóna- og parakeppni GKG sem fram fór í júní. Troðfullt var í mótið og þrátt fyrir leiðindaveður mættu öll pör til leiks og stóður að lokum Þuríður Stefánsdóttir og Björgvin Gestsson uppi sem siguvegarar. Keppt var í betri bolta auk þess sem nándarverðlaun voru á öllum par 3 holum, næst 18 í tveimur höggum. Þá fengu þau pör sem voru í samstæðasta dressinu vegleg verðlaun.
Um kvöldið mættu allir keppendur lokahófið þar sem borð svignuðu undan eðalkræsingum sem Viggi vert og hans fólk göldruðu fram og ljúfir tónar Magga ræsis tóku á móti fólki. Hrafnarnir, húsband GKG léku undir borðhaldi og eftir verð-launafhendingu sá DJ Fox um stuðið.
Verðlaunin voru ekki af verri endanum, ýmsar flíkur frá Icewear auk þess sem allir keppendur fengu teiggjöf frá Icewear.
Verðlaunasætin voru eftirfarandi:
1 sæti – Þuríður Stefánsdóttir / Björgvin Gestssonsæti – 2 sæti Björn Steinar Stefánsson / Þórveig Hulda Alfreðsdóttirsæti – 3 sæti Jóhanna Hjartardóttir / Sigurður Kristinn Egilsson – 4 sæti Jón Arnar Jónsson /Heiðrún Líndal Karlsdóttir.
Nándarverðlaun
2 hola – Bertha Traustadóttir; 4,98 m
3 hola – Katrín S Guðjónsdóttir; 2,42 m
4 hola – Eva Yngvadóttir; 2,96 m
5 hola – Björgvin Gestsson; 0,44 m
6 hola – Úlfar Jónsson; 3,12 m
7 hola – Gísli Hansen; 1,72 m
Næstur 18. Í tveimur: Björgvin Gestsson 0,66 m