Hrafnista segir upp samning um rekstur hjúkrunarheimilisins Ísafoldar

Uppsögnin tekur gildi 1. janúar 2022

Hrafnista hefur sent inn bréf til bæjarráðs Garðabæjar um uppsögn samning um rekstur hjúkrunarheimilisins Ísafoldar og mun uppsögnin taka gildi 1. Janúar 2022, en þá verða fimm ár liðin síðan Sjómannadagsráð tók við rekstrinum af Garðabæ sem hafði rekið heimilið frá stofnun þess árið 2013.

Í bréfi sem fylgdi uppsögninni segir að allt frá stofnun hefur hjúkrunarheimilið staðið frammi fyrir töluverðum rekstrarerfiðleikum og á fundi bæjarráðs 1. september 2020 og á fundi bæjarstjórnar þann 3. september sama ár var bókað ,,að komi ekki til viðbótarfjármagn frá ríkinu til reksturs Ísafoldar og Sjómannadagsráð segir sig frá samningin við Garðabæ samþykkir bæjarstjórn Garðabæjar að fela bæjarstjórn að undirbúa að afhenda ríkinu reksturinn.“

Í bréfinu, sem er undirritað af Halfdáni Henryssyni, formanni Sjómannadagsráðs og Maríu Fjólu Harðardóttur, forstjóra Hrafnistu, segir ,,Með viðauka við samstarfssamning Garðabæjar og Sjómannadagsráðs, dags. 12. október 2020, féllst Garðabær á að greiða viðbótarframlag til rekstursins auk þess sem tekið var fram að komi ekki til verlulegrar hækkunar til hjúkrunarheimila á fyrri hluta þessa árs sé sýnt að heimilið verður áfram rekið með tapi og því eru forsendur brostnar fyrir báða aðila að annast reksturinn.

Það er ljóst á sá tími sem áætlaður var í upphafi að snúa við erfiðum rekstri var of skammur enda taka slíkar breytingar langan tíma. Rekstrarhalli Ísafoldar var verulegur þegar Hrafnista tók við rekstri auk þess sem Hranfistu bar skulda til að fylgja lögum um aðilaskipti. Síðan þá hefur verið sólarlagsákvæði á kjarasamningum sveitarfélagsins sem hafa að geyma hærri kjör en kjarasamningur ríkisins. Það fór heldur ekki framhjá neinum að á síðasta ári gekk yfir heimsfaraldur og kjölfarið á honum mikil rekstraróvissa tengri Betri vinnutíma hjá vaktavinnufólki. Þá hefur lækkað smæðarálag og árleg hagræðingakrafa upp á 0,5% sannarlega áhrif.

Aukagreiðslur frá Garðabæ duga ekki til

,,Niðurstaðn er því sú að þrátt fyrir aukagreiðslur frá Garðabæ hefur rekstur heimilisins ekki staðið undir sér og hafa aðilar átt fundi til þess að fara yfir stöðuna. Á fundi aðila þann 5. maí sl. kom skýrt fram af hálfu Garðabæjar að ekki stæði lengur vilji til þess að koma að rekstri heimilisins og með bréfi Garðabæjar til heilbrigðisráðuneytisins þann 18. Maí sl. greindi sveitarfélagið frá því að ekki væri lengur vilji til þess af hálfu bæjarins að bæta upp taprekstur Ísafoldar. Óskaði Garðabæ því eftir viðræðum við ráðuneytið um yfirtöku ríksins á rekstri hjúkrunarheimilisins.“

Út frá þessum forsendum sem tilgreindar eru hér að ofan hefur Sjómannadagsráð sagt upp samstarfssamningi við Garðabæ um rekstur hjúkrunarheimilisins Ísafoldar, en samhliða uppsögn samningsins við Garðabæ mun Hrafnista einnig segja upp samningi sínum við Sjúkratryggingar Íslands.

Hafi sem minnst áhrif á íbúa

Hrafnista hefur óskað eftir viðræðum við Garðabæ um framkvæmd á skil á húsnæðinu svo ferlið gangi sem allra best og hafi sem minnst áhrif á íbúa og starfsfólk heimilisins.

Í lok bréfsins kemur fram að formaður sjómannadagsráðs vilji þó taka skýrt fram að áhugi er enn til staðar hjá stjórn Sjómannadagsráðs og stjórnendum Hrafnistu til að halda áfram að ná tökum á rekstri heimilisins ef viðbótarfjármagn se tryggt í umsamin tíma.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar