Hlaupið frá Vífilsstöðum inn í Heiðmörk

Það er ávallt frábær stemmning í NOW Eldslóðarhlaupinu en boðið er upp á 5 km, 9 km og 28 km brautir.

Utanvegahlaupið NOW Eldslóðin fer fram á morgun, laugardaginn 3. september. Hlaupabrautin rennur frá Vífilsstöðum inn í Heiðmörk að Búrfellsgjá og þaðan hringinn í kringum Helgafell og til baka. Algjörlega stórbrotin náttúra hérna við borgarmörkin og mikil upplifun. Boðið er upp á 5 km, 9 km og 28 km brautir.

Keppnisbrautin er hugsuð þannig að hún sé áskorun fyrir lengra komna en um leið falleg og auðfarin, með minni hækkun en gengur og gerist í stóru utanvegahlaupunum. Þá eru líka hugsaðar tvær styttri keppnisbrautir með það að leiðarljósi að þetta geti verið skemmtilegt hlaup þar sem byrjendur og lengra komnir geti átt frábæran dag saman í Heiðmörkinni.

Now Eldslóðin er hluti af Víkingamótunum sem auk Eldslóðarinnar eru KIA Gullhringurinn, fjallahjólakeppnin Landsnet MTB og Salomon Hengill Ultra sem er fjömennast utanvegahlaup landsins. Eins og í öllum hinum Víkingamótunum, verður lögð áhersla á öryggi, umgjörð og gleði eins og þessar myndir frá því í hlaupinu í fyrra bera með sér.

Skoðaðu og skráðu þig á: www.vikingamot.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar