GKG opnar Mýrina og Leirdalsvöll

Vellir GKG koma framar vonum undan vetri í ár og hefur svona ástand ekki sést í langan tíma hérlendis. 
Opna á Mýrina og holur 1-3 og 13-18 á Leirdalsvelli fimmtudaginn 5. maí kl 09:00, sem sagt opnum neðri hlutann fyrst.
Stefnt er svo að því að efri hluta Leirdalsvallar opni laugardaginn 7. maí og verður þá hefðbundið skipulag á völlunum.

Hér fyrir neðan eru mikilvægar upplýsingar fyrir félagsmenn og golfara.

Reglur um skráningu eru eftirfarandi:

  • Félagsmenn geta skráð sig með fjögurra daga fyrirvara
  • Félagsmaður getur verið með að hámarki þrjár virkar skráningar í einu.
  • Skráning opnar kl. 21:00 (Félagsmaður sem ætlar að skrá sig í golf á sunnudegi, getur gert það frá miðvikudagskvöldinu kl. 21:00)
  • Utanfélagsmenn geta skráð sig með tveggja daga fyrirvara.

Það eru fjölmargar breytingar og andlitslyftingar á völlunum okkar þetta árið. Þær helstu eru:

  • Endurhönnun 18. flatar. Verður tekin í notkun í haust, ef allt gengur upp.
  • Ný 2200 fermetra æfingaflöt verður opnuð í júní
  • Nýr 41 teigur á 5. braut á Mýrinni
  • Nýr stígur vinstra megin við 10. braut á Leirdalsvelli, fjær flötinni en áður.
  • Grjóthleðsla uppgerður 11. teigur
  • Glompur teknar í make over á 5. og 11. braut
  • Þriðja brautin hefur verið endurhönnuð og sléttuð ásamt nýjum brautarglompum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar