Breyttir tímar í Kópavogi

Það eru breyttir tímar í Kópavogi. Við höfum náð árangri í að breyta vinnubrögðum að því marki að nú mótar bæjarstjórn og starfsfólk Kópavogsbæjar sameiginlega stefnu. Saman setjum við okkur markmið og mælum árangurinn. Allir flokkar koma að þeirri vinnu með sínar áherslur, hvort sem þeir eru í meirihluta eða minnihluta. Starfsfólk Kópavogsbæjar hefur lagt á sig ómælda vinnu til þess að koma með okkur á þann stað sem við erum á í dag. Að þessu leyti er Kópavogsbær í forystu og leiðir aðferðarfræði sem fleiri sveitarfélög horfa nú til.

Við í Viðreisn viljum halda áfram að breyta vinnubrögðum og leggjum mikla áherslu á samráð við íbúa á öllum aldri. Í skipulagsmálum þá getum við hafið samráð fyrr í ferlinu hvort sem verið er að undirbúa deiliskipulag fyrir heilt nýtt skólahverfi, eins og t.d Vatnsendahlíð, eða ef þétta á byggð. Við viljum boða til íbúafundar í hverfinu og gera skoðanakannanir til þess að fá fram væntingar og óskir íbúa um hvernig hverfi íbúar vilja eða þróa. Við viljum vita óskir um íbúðastærðir, óskir um samgöngur, um þjónustu eins og kaffihús og veitingastaði, torg, græn svæði, leiksvæði. Hvort það séu óskir um að koma fyrir menningu og list, frístund, ungmennahúsi, hundagerði, jólagarði, hjólabrettaaðstöðu, lýðheilsuhring, hreystitækjum og svona mætti lengi telja. Að lokinni þarfagreiningu þá getur undirbúningur að gerð deiliskipulags hafist. Íbúar eru þá betur upplýstir og farið er eftir þeirra væntingum. Meiri samvinna og meiri sátt skapar betra samfélag.

Við í Viðreisn viljum stofna umhverfisráð í öllum þeim fimm hverfum sem eru skilgreind í Kópavogi. Við höfum trú á því að þannig náum við að sinna viðhaldi hverfa með markvissum hætti og þróað heilsueflandi hverfi í víðtæku og metnaðarfullu samráðsferli. Það eru breyttir tímar og við viljum vera tilbúin í framtíðaráskoranir eins og að innleiða hringrásarhagkerfið. Við þurfum að flokka úrgang betur og koma úrgangi aftur inn í hagkerfið með nýjum lausnum í úrgangsstjórnun. Við náum betur árangri með flokkun sem næst heimilum. Við viljum fara yfir öll öryggismál í hverfum eins og að stórbæta umferðarlýsingu með innleiðingu fjölvirkra LED snjalla ljósastaura, tryggja öryggi á svæðum í umsjón bæjarins og gera umferðaröryggisáætlun. Við viljum fara markvisst í að endurgera gamla göngustíga og flýta uppbyggingu aðskildra göngu og hjólastíga og lengja hjólastíganet bæjarins með góðri tengingu við önnur sveitarfélög. Við viljum koma fyrir hundagerði í öll hverfi Kópavogs og opna nýtt svæði þar sem hægt er að hafa hunda lausa. Við í Viðreisn höfum trú á því að saman náum við betri árangri. Við viljum leiða áfram samvinnu í bæjarstjórn með starfsfólki okkar hjá Kópavogsbæ og stórauka samráð við íbúa á öllum aldri. Þannig getum við öll orðið stoltir Kópavogsbúar í samfélagi þar sem við getum verið örugg og liðið vel.

Theodóra S. Þorsteinsdóttir oddviti Viðreisnar.
Einar Þorvarðarson sem skipar annað sæti Viðreisnar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins