GKG Íslandsmeistari í áttunda sinn

Karlasveit GKG er Íslandsmeistari golfklúbba 2022 í 1. deild karla. Úrslitin réðust á Hlíðavelli um helgina þar sem að GKG og GR léku til úrslita. GM varð í þriðja sæti og GA í fjórða sæti.

Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitli golfklúbba árið 1961 og er mótið í ár það 62. í röðinni.

Þetta er í 8. sinn sem GKG vinnur Íslandsmót golfklúbba í 1. deild en GKG hefur á síðustu sex árum unnið titilinn fjórum sinnum.

GKG sigraði GR 3-2 í úrslitaleiknum í dag þar sem að úrslitin réðust í lokaviðureigninni.

Á myndinni, frá vinstri: Sigurður Arnar Garðarsson, Kristófer Orri Þórðarson, Hjalti Hlíðberg Jónasson, Guðjón Frans Halldórsson, Breki Gunnarsson Arndal, Aron Snær Júlíusson, Andrés Jón Davíðsson liðsstjóri, Arnar Már Ólafsson þjálfari, Ragnar Már Garðarsson, Hlynur Bergsson. Á myndina vantar Gunnlaug Árna Sveinsson en Björn Breki hljóp í skarðið í myndatökunni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar