GKG sendir tvær sterkar sveitir á Íslandsmót golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba 2022 í 1. deild kvenna og karla hófst í morgun og lýkur á laugardag. Leikið verður á Hlíðavelli í Mosfellsbæ hjá GM og Korpúlfsstaðavelli hjá GR.

GKG sendir tvær sterkar sveitir að venju, en karlasveitin hefur sigrað sjö sinnum, fyrst árið 2004, og kvennasveitin tvisvar, árin 2013 og 2020.

Kvennasveitin mætir Nesklúbbnum í fyrstu umferð og karlasveitin mætir GS.

Kvennasveit GKG skipa, frá vinstri á mynd: Magnús Birgisson liðsstjóri, Saga Traustadóttir, Karen Lind Stefánsdóttir, Elísabet Ólafsdóttir, Katrín Hörn Daníelsdóttir, María Björk Pálsdóttir, Anna Júlía Ólafsdóttir, Ástrós Arnarsdóttir, Gunnhildur Hekla Gunnarsdóttir. Arnar Már Ólafsson þjálfari.

Karlasveit GKG skipa, frá vinstri á mynd: Aron Snær Júlíusson, Ragnar Már Garðarsson, Gunnlaugur Árni Sveinsson, Andrés Jón Davíðsson liðsstjóri, Hjalti Hlíðberg Jónasson, Breki Gunnarsson Arndal, Sigurður Arnar Garðarsson, Guðjón Frans Halldórsson. Á myndina vantar Kristófer Orra Þórðarson.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar