Flottu afmælisári hjá Danskóla Birnu Björns að ljúka

Dansskóli Birnu Björnsdóttur hélt upp á 25 ára afmæli skólans í ár, en skólinn er meðal annars með aðstöðu og kennslu í Íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ og Sporthúsinu í Kópavogi. ,,Við gerðum mjög margt skemmtileg á árinu,” segir Birna Björnsdóttir, eigandi skólans. ,,Við héldum árlegu danskeppnina okkar Dansfárið. Settum upp Galdrakarlinn í Oz í Borgarleikhúsinu, en dansdeildin og söngleikjadeildin okkar leiða þar sýningarnar með dansi söng og leiklist. Við fórum einnig á heimsmeistaramót í dansi á Spáni með nokkur frábær atriði og náðum frábærum árangri.”

Dansæfingabúðir á sumrin

,,Dansskólinn er með æðislegar dansæfingarbúðir á sumrin og mæta nemendur skólans þangað í frábæra danstíma hjá ýmsum kennurum í dansi leiklist og söng í 5 daga. Fyrir utan æfingarnar þá er farið í sund daglega, tekin upp dansmyndbönd, skemmtilegar kvöldvökur og útileikir og margt fleira, en sl. sumar komust færri að en vildu,” segir Birna.

Dansferð til London

Ár hvert fer skólinn líka í frábæru dansferð til London. ,,Þar dönsum við hjá þekktum danshöfundum í mörgum dansskólum, förum á söngleiki og njótum þess að vera saman. Félagslífið í dansskólanum okkar er algjörlega til fyrirmyndar og bjóðum við upp á marga viðburði á ári hverju til að styrkja félagstengslin,” segir hún en kennsla hefst að nýju eftir jólafrí 9. janúar. ,,Það er er enn hægt að bæta við nýjum nemendum,” segir Birna, en við skólann starfa 25 kennarar. ,,Allir okkar kennarar eru með menntun og mikinn og breiðann bakgrunn í dansi, söng og leiklist.”

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar