Yndislegur þarabar og ljúfir tónar kristalhörpu

Þau Sólrún Arnarsdóttir textílhönnunarnemi og Snorri Beck tónsmíðanemi stóðu fyrir viðburði á Garðatorgi 7 þar sem þau kynntu verkefni sem styrkt voru af menningar- og safnanefnd s.l. vor.

Fjölbreyttar afurðir þara og spýra voru kynntar af Sólrúnu og Snorri lék á kristalhörpu sem hann smíðaði og úr varð dáleiðandi stund. Óhætt er að segja að gestir hafi farið afslappaðir inn í helgina.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar