Afhentu 114 tíu manna borð

Þann 27. júlí sl. afhentu Lionsklúbbarnir Muninn og Ýr íslenskum skátum 114 tíu manna borð og var þetta gert í minningu Friðriks Haraldssonar og konu hans Steinu Finnsdóttur, en Friðrik var skátahöfðingi og einnig stofnandi Lionsklúbbsins Munins, sem síðan stofnaði Ýr. Á myndinni eru: Fremst, Sigríður Þorláksdóttir formaður Lkl. Ýrar, Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi, Helgi Magnússon formaður Lkl. Munins. Fyrir aftan frá vinstri: Birgir Ásgeirsson, Brynjar Eyjólfsson, Lórens Rafn Kristvinsson, Gunnar Sigurjónsson, Erla Sigurðardóttir, Sigurður Rúnar Jónsson, Sigurbjörg Ingvarsdóttir, Jórunn Guðmundsdóttir, Bára Eiríksdóttir (fyrir framan Jórunni), Guðlaug Guðjónsdóttir, Jórunn Alexandersdóttir og Sigurður K. Haraldsson, öll meðlimir Lionsklúbbanna.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar