100 börn skráð í fermingarfræðslu í Digranes- og Hjallakirkju

Þessa dagana fer fram haustnámskeið fermingarfræðslu í Digranes- og Hjallakirkju. Við höfum haft þann háttinn á að kalla væntanleg fermingarbörn inn vikuna fyrir skólabyrjun því það gefur okkur tækifæri að kynnast börnunum betur, leggja drög að góðu samstarfi í vetur og hafa örlítið gaman. Nú þegar eru 100 börn skráð í fermingarfræðsluna er hægt er að skrá í fermingarfræðslu og fermingu á heimasíðu kirknanna Ferming – Digraneskirkja og Hjallakirkja. 

Allar frekari upplýsingar veita prestar og starfsfólk Digranes- og Hjallaprestakalls. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar