Yndisleg samverustund æsku og eldri bæjarbúa

Það var hátíðleg stund við Jónshús þann 16. júní. Sú skemmtilega hefð hefur skapast að börnin úr Leikskólanum Sjálandi koma í skrúðgöngu að Jónshúsi og svo eigum við saman hátíðarstund. Í tilefni af þjóðhátíðardeginum 17. júní lögðum við blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar við Jónshús. Börnin í leikskólanum Sjálandi fjölmenntu í skrúðgöngu til okkar að venju.

Björg Fengar, formaður bæjarráðs, Laufey Jóhannsdóttir, formaður FEBG, Hranar Bragi Eyjólfsson, formaður íþrótta- og tómstundaráðs og Þorleifur Markússon félagi í FEBG

Þau voru með fána og heimagerð hljóðfæri. Við sungum saman nokkur lög, tvö börn úr leikskólanum og tveir fulltrúar frá félaginu lögðu blómsveiginn að minnismerkinu.

Fjölmenni var við athöfnina og meðal annars var Björg Fenger formaður bæjarráðs og Hrannar Bragi Eyjólfsson formaður Íþrótta og tómstundarráðs Garðabæjar. Börnin fengu ávexti og safa og allir nutu góða veðursins og samverunnar.

Yndisleg samverustund þar sem ungir og aldnir njóta stundarinnar saman.

Forsíðumynd: Laufey og Þorleifur ásamt börnum í leikskólanum Sjáland

Laufey, Björg Fengar og Stefanía Magnúsdóttir, fyrrverandi formaður FEBG

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar