Sigurjón Ívarsson, matreiðslumaður hjá Hjallastefnunni gaf á dögunum út matreiðslubók, í samtarfi við Hjalla- stefnuna, með uppskriftum af hinum og þessum réttum sem hann hefur eldað fyrir nemendur og starfsfólk Hjallastefnunnar í gegnum árin.
Sigurjón hóf störf sem matreiðslumaður hjá Hjallastefnunni í byrjun október 2008 og þá var eldhúsið til húsa á Vífilsstöðum í Garðabæ, en í dag er það staðsett í Hafnarfirði. Sigurjón eldar í dag fyrir Barnaskóla Hjallastefnunnunar í Garðabæ og í Hafnarfirði auk Hjalla í Hafnarfirði.
En hvernig kom það til að Sigurjón ákvað að gefa út matreiðslubók í samstarfi við Hjallastefnuna? ,,Það kom nú þannig til að í gegnum árin hafa margir komið að máli við mig og óskað eftir uppskriftum af hinum og þessum réttum. Nú þegar ég hef unnið í 15 ár hjá Hjallastefnunni fannst mér kominn tími til að koma þessum uppskriftum mínum á prent. Ég ræddi þetta við forsvarsmenn Hjallastefnunnar sem tóku vel í þessa hugmynd mína og hér er afraksturinn kominn,” segir hann brosandi.
Það geta allir nýtt sér bókina
Og hvernig matreiðslubók er þetta og fyrir hverja er hún hugsuð? ,,Þetta er bók sem er að mestu með venjulegum heimilismat sem ég hef eldað fyrir nemendur og starfsmenn Hjalla í gegnum tíðina. Hún er hugsuð fyrir börn, aðstandendur og starfsfólk Hjalla sem hafa borðað hjá mér í gegnum árin. En að sjálfsögðu geta allir nýtt sem bókina.”
Einfaldar og aðgengilegar uppskriftir
Hvernig uppskriftir eru þetta? ,,Þetta eru frekar einfaldar og aðgengilegar uppskriftir og vonandi geta börn eldað með þegar bókin er nýtt,” segir Sigurjón.
Og leggur þú mikið upp úr því að bjóða börnum og nemendum á leik- og grunnskólum Hjallastefnunnar hollan og góðan mat? ,,Það er mikið lagt upp úr hollum og góðum mat á Hjalla og að hrá- efnið er ferskt og án aukaefna,” segir hann.
Áhuginn á matreiðslu meðfæddur En hvaðan kemur áhugi þinn á matreiðslu? ,,Hann er að öllum líkindum með- fæddur,” segir hann og brosir. ,,Margir í fjölskyldunni minni eru miklir matgæðingar, matreiðslumenn og þjónar.”
Fiskibollurnar vinsælastar Áttu sjálfur einhvern uppáhalds rétt í bókinni? ,,Einn kafli í bókinni heitir; Upp- áhalds uppskriftir og þar lét ég nokkrar uppskriftir fylgja með sem eru uppáhaldsréttir fjölskyldunnar minnar. Minn uppáhaldsréttur og sá réttur sem hefur verið vinsælastur á Hjalla eru fiskibollurnar,” segir Sigurjón, en sú uppskrift er á bls. 27 í bókinni og fylgir að sjálfsögðu með.
Og er bókin komin út og hvar er hægt að kaupa hana? ,,Bókin er komin út og hana er hægt að nálgast í Barnaskólunum í Garðabæ og í Hafnarfirði. Síðan er hægt að hafa samband við mig í netfanginu [email protected] og panta bók,” segir hann að lokum.
Fiskibolluuppskriftin.
Fiskibollur
Hráefni:
400 gr hakk með lauk úr góðum fiski , ýsa eða þorskur.
110 gr hveiti
1 egg
1dl vatn
1tsk grænmetiskraftur
2tsk sítrónu pipar
2tsk hvítlauksduft
100 gr smjör til steikingar
Aðferð:
Öllu hrært í hrærivélaskál. Passa að hræra ekki of lengi, þá geta bollurnar orðið of seigar.
Bollur mótaðar og steiktar á pönnu upp úr smjöri.