Mig dreymir um að eignast gellu-jeppa – segir Anita sem stígur á svið í söngvakeppninni í kvöld með lagið, Stingum af

Garðbæingar bíða eflaustir spenntir eftir úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á RÚV í kvöld, en þar munu meðal annarra stíga á svið tvær ungar og efnilegar söngkonur úr Garðabæ og önnur þeirra er Anita, sem flytur lagið Stingum af/Downfall.

Garðapósturinn heyrði í Anitu og bað hana að svara nokkrum laufléttum spurningum.

Hvað notar þú símann þinn mikið á dag? Stundum allt of mikið.
Hver er uppáhalds drykkurinn þinn? Ferskju íste.
Hver er uppáhalds maturinn þinn? Margir mexíkóskir réttir, humar og góð steik.
Ef þú gætir ferðast um í tímann, á hvaða áratug mundir þú fara á og af hverju?
Ég er mjög forvitin um the 80‘s. Það sem maður sér út á við er svo heillandi, tónlistin, tískan, litirnir. Og ekkert eðlilega góðar hárgreiðslur.
Hvað er uppáhalds lagið þitt? Þessa stundina elska ég Back On 74 með Jungle.
Hver er uppáhalds tónlistarmaðurinn þinn? Ég er með mjög breiðan tónlistarsmekk. Ég held mikið upp á Billie Eilish, Laufey og GDRN. Svo fýla ég Herra Hnetusmjörí tætlur, er mikil Beyonce og Dua Lipa kona, dýrka Stuðmenn og svo lengi mætti telja.
Á hvernig bíl ekur þú og hver er draumabílinn? Toyota Aygo (guð blessi mig). Dreymir um að eignast gellu jeppa.
Óttast þú eitthvað? Eigin efasemdir, þær gera manni ekkert gagn.
Ef þú ættir að vera með blogg, um hvað mundir þú blogga? Menningu! Tónlist, leikhús, viðburði, dans. Ef þú gætir breytt einhverju einu í samfélaginu okkar hvað væri það þá? Styrkja heilbrigðiskerfið okkar
Ef peningar væru ekki vandmál, hvað hlut vildirðu þá helst eignast/eða gera? Ferðast um allan heim
Hvað er það vændræðalegast sem þú hefur lent í? Úff rosalega margt, er mjög hvatvís og klaufsk.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Hlæja, ekkert betra en gott hláturskast. Koma fram, dansa, syngja eða leika. Eiga góða stund með vinum og ferðast. Kanntu að elda? Já ég er þokkaleg í eldhúsinu. Elska að búa til rækju taco.
Áttu gæludýr eða langar þig í gæludýr? Já ég á hund af tegundinni Lhasa Apso sem heitir Bangsi. Hver er uppáhalds sjónvarpsþátturinn þinn? Dexter er klassík. The Office og New girl eru mínir feel good þættir allt árið um kring.
Ferðu oft í kvikmyndahús? Það kemur fyrir, alltaf næs að fara í bíó Hvernig er góður dagur fyrir Anitu? Að fá að sofa aðeins út, vakna vel fersk, út með hundinn, borða góðan morgunmat. Hreyfa mig hvort sem það er dansæfing eða að fara í ræktina. Helst vera með eitthvað smá prógramm; vinna í einhverju skapandi, hitta vini, fara út að borða og í leikhús.
Hvenær vaknar þú á morgnana og tekur það þig langan tíma að fara framúr?
Ef ég þarf ekki að mæta snemma, þá er ég alveg til í að sofa bara. Get verið að vakna 4:40 þegar ég er á leið í vinnu í morgunflug en aðra daga allt á milli 9-11. Hvað fær Anitu til að brosa? Hundar og lítil börn.

En er Anita orðin spennt fyrir kvöldinu og finnst þér þú geta bætt einhverju við flutninginnn þinn frá undankeppninni? ,,Ég er virkilega spennt fyrir kvöldinu. Atriðið okkar (eftir Baldvin Alan) er satt best að segja fullkomið og ég gæti ekki verið sáttari með teymið mitt. Við erum aðeins að hreinsa til og fínpússa en að öðru leiti er ekki þörf á stórvægilegum breytingum. Við þurfum að venjast enska textanum og ég þarf að vera dugleg á hlaupabrettinu til að mastera þolið,” segir Anita.

Mynd: ruv.is

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar