Vildi fá Tinna til Íslands!

Rithöfundurinn, Garðbæingurinn og myndlistarmaðurinn Óskar Guðmundsson opnaði myndlistarsýninguna TINNI Á ÍSLANDI í byrjun júní í Gallerí Epal – Laugavegi 7.

Sýninguna opnaði Tinnaaðdáandinn Gísli Marteinn en sjálfur hefur Óskar verið aðdáandi Tinna frá barnsaldri.

Sýninguna opnaði að sjálfsögðu enginn annar en Tinnaaðdáandinn Gísli Marteinn en sjálfur hefur Óskar verið aðdáandi Tinna frá barnsaldri. Tinna bækurnar voru lesnar þar til kjölur þeirra gaf sig en Óskar átti þann draum heitastan að Hergé myndi senda frá sér bók sem gerðist alfarið á Íslandi. Það rættist svo að hluta til þegar Tinni og Kolbeinn stöldruðu stutt við á Akureyri í Dularfullu Stjörnunni. Það nægði Óskari ekki sem hefur nú málað og teiknað Tinna og félaga á fjölbreyttum stöðum í íslenskri náttúru.

Viðtökurnar hafa verið frábærar og farið fram úr björtustu vonum segir Óskar en sýningin stendur til 31.júlí.
Hægt er að versla bæði grafískar útgáfur af myndunum sem eru áritaðar og til í takmörkuðu upplagi en einnig plakatútgáfur í verslun Epal Laugavegi 7. Óskar tekur á móti hópum þar sem hann mun segja nánar frá hugmynd og tilurð myndanna og hægt að hafa senda tölvupóst á [email protected]. Einnig er hægt að sjá og versla verkin á heimasíðunni www.tinnamyndir.is. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með þegar ný verk líta dagsins ljós geta fylgt Óskar á Instagram á: @tinnamyndir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar