Viðurkenning fyrir að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum í Garðabæ

Eigendur 5 lóða íbúðarhúsnæðis fengu afhentar viðurkenningar fyrir snyrtilegar lóðir 2021, við hátíðlega athöfn í Sveinatungu á Garðatorgi, fimmtudaginn 25. ágúst sl.

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir og Finnur Sveinsson fengu sérstaka viðurkenningu fyrir að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Þau hjón Þórdís og Finnur búa að Brekkugötu 2 í Urriðaholti sem er fyrsta umhverfisvottaða íbúðarhúsið á Íslandi. Á vefnum visthus.is sem þau halda úti er að finna gagnlegar upplýsingar, fróðleik og frásagnir af verkefninu við að byggja vistvæna húsið þar sem þau deila af reynslu sinni til almennings.

Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir og Finnur Sveinsson

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar