Viðreisn slítur sig frá Garðabæjarlistanum

Þær sögur hafa nú verið staðfestar, sem hafa gengið í töluverðan tíma að Viðreisn hef­ur nú klofið sig formlega úr Garðabæj­arlist­an­um og mun bjóða fram sjálf­stæðan lista í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um í vor. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Garðabæj­arlist­an­um og Viðreisn, en aðalfundur Garðabæjarlistans fór fram í kvöld. Því mun Garðabæj­arlist­inn og Viðreisn bjóða fram sitthvorn listann í sveitarstjórnarkosningunum í Garðabæ í maí á næsta ári.  

Sara Dögg sækist eftir að leiða lista Viðreisnar í Garðabæ

Garðabæj­arlist­inn var stofnaður í aðdrag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna 2018 með aðkomu fé­lags­manna úr Sam­fylk­ing­unni, Vinstri græn, Viðreisn, Bjartri framtíð, Pír­öt­um og óháðum og náðu listinni inn þremur fulltrúum í bæjarstjórn af ellefu.

Ingvar og Sara Dögg sækjast eftir oddvitasæti

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum hefur Ingvar Arnarson, sem skipaði 2. sæti á lista Garðabæjarlistans áhuga að leiða listann nú við brotthvarf Söru Daggar. Að sama skapi sækist Sara Dögg Svan­hild­ar­dótt­ir eft­ir að leiða lista Viðreisn­ar en hún leiddi Garðabæj­arlist­ann fyr­ir síðustu kosn­ing­ar og hef­ur verið full­trúi Viðreisn­ar í því sam­starfi allt þetta kjör­tíma­bil. Þá hefur sú saga einnig gengið að Harpa Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi, sem skipaði þriðja sætið á lista Garðabæjarlistans. muni fylgja Söru Dögg eftir í Viðreisn.

Forsíðumynd: Reiknað er með að Ingvar Arnarson muni sækjast eftir að leiða lista Garðabæjarlistans fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í maí.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar